spot_img
HomeFréttirHlynur samdi við Sundsvall til næstu þriggja ára

Hlynur samdi við Sundsvall til næstu þriggja ára

Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Elías Bæringsson hefur gert nýjan þriggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Sundsvall Dragons. Hlynur varð meistari með liðinu á síðustu leiktíð ásamt liðsfélaga sínum úr íslenska landsliðinu, Jakobi Erni Sigurðarsyni.
Aðspurður hvort skuldbindingin væri ekki mikil svaraði Hlynur:
 
,,Þetta er töluverð skuldbinding, ég er ekki vanur því. Ég var nú bara vanur að taka í höndina á Gissuri Tryggva í Hólminum. Þetta var því töluvert meira mál! En ákvörðunin var auðveld að því leyti að okkur líkar ákaflega vel hérna, ég hafði annað augað á öðrum löndum og möguleikum þar. Ég held hinsvegar að grasið sé ekki alltaf grænna hinum megin og ég valdi því ákveðið öryggi. Bæði fyrir mig og mína fjölskyldu, fannst það skynsamlegt, að vera ekki að rúlla teningunum meira en ég þarf,“ sagði Hlynur sem verður í eldlínunni með Drekunum á föstudag þegar Sundsvall mætir Södertalje Kings á útivelli.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -