spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHlynur, Ægir og Tómas áfram í MGH

Hlynur, Ægir og Tómas áfram í MGH

Stjarnan framlengdi á dögunum samningum við nokkra af lykilleikmönnum liðsins. Hlynur Bæringsson, Ægi Þór Steinarsson og Tómas Þórður Hilmarsson verða aallir áfram með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla.

Skrifuðu Ægir Þór og Tómas Þórður undir tveggja ára samninga við félagið, en Hlyns samningur hljóðaði upp á eitt ár. Þá áréttaði félagið í fréttatilkynninggunni að Gunnar Ólafsson hafi samið við félagið til tveggja og hálfs árs samning þegar hann kom til þeirra um síðustu áramót.

Stjarnan var í efsta sæti Dominos deildarinnar þegar að leik var aflýst í mars og fengu í kjölfaarið deildarmeistaratitilinn afhentan eftir ákvörðun stjórnar KKÍ. Þá hafði liðið einnig unnið Geysisbikarkeppni karla fyrr í vetur.

Fréttir
- Auglýsing -