spot_img
HomeFréttirHjalti Þór: Við bara sóttum ekki sigurinn.

Hjalti Þór: Við bara sóttum ekki sigurinn.

Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Þórs Akureyris eftir tap gegn Stjörnunni í Ásgarði.

 

"Við bara sóttum ekki sigurinn. […] Við fórum að reyna halda einhverju 10-12 stiga forskoti og fórum bara að verja það. Það vantaði smá skipulag sóknarlega og að láta vaða og sækja sigurinn." Þetta hafði Hjalti Þór að segja eftir að Þórsarar töpuðu með 8 stigum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt með 10 stigum þegar 7 mínútur lifðu leiks.

Hann sagði það hafa verið þungt að missa Marques Oliver út af með 5 villur þegar rúm ein mínúta var liðin í lokafjórðungnum. "Ég meina, hann er okkar aðalmerki, það breytti auðvitað helling. Hann tekur 20+ fráköst í hverjum einasta leik og við vorum í vandræðum í frákastabaráttunni." Villurnar hjá Oliver voru klaufalegar að mati Hjalta en þetta breytti helling fyrir liðið undir lokin.

Það sem liðið getur lært af þessum leik er í augum Hjalta það að sækja sigur. "Það gefur okkur enginn neitt og við þurfum að ná í allt sem að við fáum."

Varðandi næsta leik gegn ÍR heima á Akureyri segir hann liðið sitt fara inn í alla leiki eins og að þeir muni ekki nálgast þann leik neitt öðruvísi, þeir leggi sig alla fram og geri allt til að ná fram sigri.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

 

Fréttir
- Auglýsing -