16:56
{mosimage}
(Hjalti Friðriksson genginn í lið við Breiðablik)
Hjalti Friðriksson skrifaði undir hjá úrvalsdeildarliði Breiðabliks um helgina og spilar þar á næsta tímabili. Hjalti spilaði með Val á seinasta tímabili og var hársbreidd frá því að koma liðinu upp í úrvalsdeild.
Hjalti er tveggja metra framherji sem skoraði 11,6 stig og hirti tæp 6 fráköst á leik í fyrstu deildinni í fyrra. Hann mun því veita framherjum Breiðabliks harða baráttu um sæti í liðinu og segist sjálfur hvergi bankinn “ nei nei ég er ekki hræddur við neitt”. Hjalti vakti mikla athygli á þar síðasta tímabili þegar hann spilaði í bandaríkjunum við góða orðstír og því ljóst að um ágætis viðbót við leikmannahóp Breiðabliks er að ræða.