Undir 18 ára lið drengja leikur þessa dagana á Evrópumóti í Tallinn í Eistlandi. Í gær sigruðu þeir fyrsta leik sinn gegn Georgíu með 92 stigum gegn 79, en í dag Ungverjaland með 74 stigum gegn 72.
Ísland byrjaði leik dagsins betur, leiddu eftir fyrsta leikhluta 15-9. Undir lok fyrri hálfleiksins komu ungverjar þó til baka og var munurinn aðeins einu stig þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 35-34.
Í seinni hálfleiknum var leikurinn svo áfram jafn og spennandi. Munaði ennþá bara einu stigi fyrir lokaleikhlutann, 56-55. Í honum var það svo bara stál í stál og réðst leikurinn ekki fyrr en á lokasekúndunum.
Í stöðunni 72-72 með 4 sekúndur eftir fékk Hilmar Pétursson boltann í horninu, hann keyrði niður hliðarlínuna og lagði virkilega fallegan flotbolta niður um leið og leikurinn var við það að renna út. Ísland sigraði leikinn því 74-72 og er enn án taps á mótinu.
Bestur í íslensk liðinu í dag var Sigvaldi Eggertsson, en hann skoraði 18 stig, tók 4 fráköst og stal 2 boltum á þeim 22 mínútum sem hann spilaði. Það sem kannski merkilegra er að þessi 18 stig voru skoruð á 88% skotnýtingu.
Næst leikur liðið gegn Hvíta-Rússlandi á morgun kl. 17:30 og mun leikurinn vera í beinni útsendingu hér.
Hérna er leikur dagsins: