Hilmar og Munster unnu sinn fimmta leik í röð

Hilmar Pétursson og Munster unnu sinn fimmta leik í röð í kvöld er liðið lagði Bayreuth í Pro A deildinni í Þýskalandi, 86-89.

Á 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar 5 stigum, 3 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Munster eru eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 5 sigra og 2 töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks