Hilmar og Munster á sigurgöngu í Þýskalandi

Hilmar Pétursson og Munster lögðu Rasta Vechta í Pro A deildinn í Þýskalandi, 86-81. Hilmar lék rúmar 19 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 8 stigum og 2 fráköstum.

Leikurinn var sá annar sem liðið vann á aðeins 3 dögum, en nú á föstudaginn lögðu þeir Paderborn nokkuð örugglega, 62-79. Þá lék Hilmar tæpar 28 mínútur og var með 11 stig, 2 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta.

Munster hafa farið nokkuð vel af stað í deildinni þetta tímabilið og eru í 6. sætinu eftir fyrstu sex umferðirnar með fjóra sigra og tvö töp.