07:00
{mosimage}
(Hildur Sigurðardóttir á landsliðsæfingu í sumar)
Ísland leikur sinn fyrsta leik í Evrópukeppni kvenna í B-deild í kvöld kl. 19:15 þegar lítt þekkt lið Svisslendinga kemur í heimsókn að Ásvöllum. Karfan.is ræddi við Hildi Sigurðardóttur landsliðsbakvörð sem íhugar þessa dagana tilboð frá Svissnesku liði en þrátt fyrir það hefur hún litla vitneskju um landslið Sviss sem og deildina þar í landi.
Nú ert þú með tilboð í höndunum frá Svissnesku liði, veist þú þá ekki allt um andstæðingana í kvöld?
Nei því miður, ég þekki ekki neitt og veit ekki neitt um deildina þar í landi svo það er nokkuð erfitt að ákveða sig þessa dagana hvort maður eigi að taka tilboðinu frá Sviss. Það kemur bráðlega í ljós hvað verður hjá mér.
Veistu við hverju má búast frá Sviss í kvöld?
Nei, í rauninni ekki og þær hafa ekkert verið í Evrópukeppninni og svo vitum við ekki til þess að þær hafi verið að spila æfingaleiki að undanförnu svo við vitum sem mest lítið um liðið. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik.
Þið eruð klárar í slaginn en Margrét Kara verður ekki með, en kemur ekki alltaf maður í manns stað?
Kara er sterkur leikmaður en ég hugsa að þetta hafi verið nokkuð erfitt verkefni fyrir Ágúst þjálfara að klippa leikmenn út úr hópnum því þetta var jafn hópur og því eiga þeir leikmenn sem núna koma inn það jafn mikið skilið og þeir sem detta út.
Þú og Signý eruð aldursforsetar liðsins, finnur þú fyrir því að restin af liðinu leiti til ykkar eftir forystu?
Þessar stelpur eru búnar að fara í gegnum stranga þjálfun hjá yngri landsliðum Íslands svo maður finnur svo sem ekkert fyrir t.d. aldursmun og öðru því þetta eru mjög þroskaðar stelpur. Þær eru reyndar miðað við aldur og hafa margar hverjar tekið miklá ábyrgð og eiga alveg eftir að standa sig.