spot_img
HomeFréttirHildur Sig: Við þurfum að koma svona gíraðar í útileikina líka

Hildur Sig: Við þurfum að koma svona gíraðar í útileikina líka

Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks eftir sigur gegn Haukum.

 

Hvað fannst þér vinna leikinn í kvöld?

Við komum mjög ákveðnar til leiks, sóknarleikurinn var að skila okkur mjög miklu í fyrsta leikhluta en við vorum samt ákveðnar að bæta í vörnina eftir fyrsta leikhluta, mér fannst 20 stig hjá hinum of mikið í einum leikhluta. Við gerðum það þegar leið á leikinn, bættum í vörnina líka og sóknin hélt áfram. Í síðasta leik vorum við í basli sóknarlega þannig að ég var mjög sátt að [Blikar] komu inn í þennan leik með sjálfstraust og settu niður skot og það gekk vel.

Geturðu talað um framlag liðsins? Það virtust allar vera í gangi í kvöld.

Já, þær voru margar að skora, gott varnarframlag frá mörgum og við erum að vinna vel saman. Ég gat róterað öllum leikmönnum inn á í dag og það var bara skemmtilegt. Stelpurnar vilja allar fá að spila og það getur verið erfitt að rótera 12 leikmönnum inn á en í dag vorum við að vinna þetta nokkuð vel saman, myndi ég segja.

Næsti leikur er á móti Njarðvík, hvernig líst þér á þann leik?

Mér líst bara ágætlega á það. Ég hef lítið séð leiki með þeim en ég mun kíkja á einhverja leiki hjá þeim og sjá hvernig þær eru að spila. Mér skilst að þær séu komnar með ágætis leikmann, nýjan erlendan leikmann, þannig að við þurfum að koma svona gíraðar í þann leik, gíra okkur upp í útileikina líka, það er mjög mikilvægt.

Fréttir
- Auglýsing -