spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHildur Björg stefnir aftur út - KR fyrsti kostur í Dominos deildinni

Hildur Björg stefnir aftur út – KR fyrsti kostur í Dominos deildinni

Framtíð framherji KR og íslenska landsliðsins, Hildar Bjargar Kjartansdóttur er í óvissu. Þetta staðfesti hún í viðtali tengdu “Stöndum Saman” verkefni félagsins.

Sagði Hildur umboðsmann sinn vera að athuga með þaann möguleika að spila annars staðar en á Íslandi á næsta tímabili, en hún kom til KR fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið tvö ár á Spáni og í háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar á undan. Sagði Hildur ennfrekar að sér hafi líkað dvölin í Vesturbænum og að ef svo færi að hún yrði áfram í Dominos deildinni, yrði hún að öllum líkindum áfram í KR.

Hildur átti flott tímabil, í 23 leikjum spiluðum skilaði hún 13 stigum og 8 fráköstum að meðaltali í leik. KR var í öðru sæti deildarinnar þegar að mótinu var aflýst, en þá höfðu þær einnig farið í úrslitaleik Geysisbikarsins.

Viðtalið við Hildi má sjá hér fyrir neðan:

Fréttir
- Auglýsing -