Hildur Björg Kjartansdóttir lék ekki með sínum konum í KR gegn Breiðablik í kvöld vegna meiðsla. KR sigraði leikinn með 98 stigum gegn 68.
Hildur mun vera frá næstu 6 vikurnar vegna höfuðhögga sem hún fékk bæði í upphitun bikarúrslitaleiksins gegn Skallagrím og svo í leik gegn Haukum.
Hildur hefur verið frá síðan, en hún lék heldur ekki með liðinu gegn Keflavík á dögunum.
Við fyrstu skoðun lækna var óttast að Hildur yrði frá keppni út tímabilið, en sá tími styttist niður í 6 vikur við síðustu skoðun.
Hildur að sjálfsögðu gríðarlega mikilvæg KR liðinu, sem situr sem stendur í öðru sæti deildarinnar. Það sem af er tímabili hefur hún skilað 13 stigum, 8 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.