Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur í dag í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi. Eftir tap í fyrsta leik mótsins unnu þær síðustu þrjá leiki riðlakeppninnar.
Að öðrum ólöstuðum hefur Kolbrún Ármannsdóttir verið einn af betri leikmönnum liðsins á mótinu og hefur sem slík verið tilnefnd sem ein af verðmætustu leikmönnum þess. Á hlekknum hér fyrir neðan er hægt að kjósa hana, en í leikjunum fjórum hefur hún skilað 11 stigum, 7 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali á 24 mínútum spiluðum í leik.
Hérna er hægt að kjósa Kolbrúnu
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil