spot_img
HomeFréttirHelgi Rúnar tekur við Þór Akureyri

Helgi Rúnar tekur við Þór Akureyri

 

Þór Akureyri hefur ráðið Helga Rúnar Bragason til þess að þjálfa liðið á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna. Benedikt Guðmundsson var með liðið á síðasta tímabili, en mistókst að koma því upp í Dominos deildina eftir að hafa þó unnið fyrstu deildina. Helgi Rúnar hefur reynslu af þjálfun yngri flokka, bæði hjá Þór og Grindavík, en mun nú í fyrsta skipti taka við þjálfun meistaraflokks.

 

Í samtali við Thorsport sagði Helgi fyrsta verkefnið vera að taka stöðu á hópnum og sjá hvað leikmenn ætluðu að vera með liðinu í vetur. Enn frekar sagði hann: "Fyrirséð eru þó einhverjar breytingar en það kemur frekar í ljós á næstu dögum hverjar þær verða. Liðið spilaði oft á tíðum mjög vel í fyrra og því væri gaman að byggja ofan á það, en hvernig sem hópurinn mun líta út að lokum þá get ég að minnsta kosti lofað gleði og baráttu í mínu liði á leikvellinum“ segir Helgi Rúnar og bætti því við að ef menn viti er um einhvern leikmann sem hefur áhuga að taka slaginn með Þór Akureyri í vetur megi þá hafa samband við mig."

Fréttir
- Auglýsing -