Baráttujaxlinn og fyrirliði Tindastóls, Helgi Rafn Viggósson, skrifaði í gær undir framlengdan samning við uppeldisfélagið eins og segir í frétt á Feykir.is.
Ennfremur hjá Feyki stendur ritað:
Segja má að kynslóðaskipti eigi sér stað hjá Tindastóli um þessar mundir en ljóst er að liðstyrkur Helga Rafns er mikilvægur liðinu sem kunnugt er leikur í fyrstu deild í vetur.
-Mér líst bara nokkuð vel á þetta, segir Helgi Rafn þegar hann er spurður út í komandi tímabil. –Ég held að þetta verði góður vetur. Þetta er náttúrulega uppbygging sem er að eiga sér stað. Það er fullt af guttum sem eru að stíga sín fyrstu skref og reyndar nokkrir þegar búnir að því. Það er hellingur af mönnum sem maður á eftir að spila á móti og þetta verður spennandi vetur. Mér líst vel á þetta, segir Helgi Rafn.
Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um erlendan leikmann og segir Stefán Jónsson formaður deildarinnar að verið sé að skoða nokkra leikmenn. –Það eru vissulega komin upp áhugaverð nöfn en ekki komin nein niðurstaða ennþá, segir Stefán.
www.feykir.is