spot_img
HomeFréttirHelgi með sigurkörfuna gegn ecoÖrebro

Helgi með sigurkörfuna gegn ecoÖrebro

Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í gær þar sem Helgi Magnússon reyndist hetja 08 Stockholm HR er hann gerði sigurstig liðsins þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka þegar 08 Stockholm mætti ecoÖrebro á útivelli. Lokatölur reyndust 66-68 08 Stockholm í vil.
Helgi skoraði 10 stig í leiknum, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar og gerði eins og áður segir sigurstig leiksins. Með sigrinum eru Helgi og félagar í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með 10 stig eins og Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jamtland en ecoÖrebro er á botni deildarinnar án stiga.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -