spot_img
HomeFréttirHelgi með 12 stig í sigri 08 Stockholm

Helgi með 12 stig í sigri 08 Stockholm

Helgi Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR unnu í kvöld frækinn 88-96 útisigur á sterku liði Boaras Basket. Helgi gerði 12 stig í leiknum, tók 5 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á tæpum 27 mínútum.
 
Nýtingin hjá Helga var góð í kvöld, öll fimm vítin komust til skila, bæði teigskotin og þá var hann með 1 af 2 í þristum. Með sigrinum í kvöld komst Stockholm í 8. sæti deildarinnar og settu þeir Brynjar Þór Björnsson og Jamtland niður í níunda og næstneðsta sæti.
 
Fréttir
- Auglýsing -