spot_img
HomeFréttirHelgi Már tekur við KR - Jakob verður aðstoðarþjálfari

Helgi Már tekur við KR – Jakob verður aðstoðarþjálfari

Rétt í þessu var tilkynnt að KR hefði samið við Helga Má Magnússon um að taka við þjálfun meistaraflokks karla. Hann tekur við liðinu af Darra Frey Atlasyni sem baðst lausnar í sumar vegna anna. Á sama tíma var tilkynnt að Jakob Örn Sigurðarson yrði honum til aðstoðar. Báðir lögðu skónna á hilluna í sumar og voru partur af liði KR á síðustu leiktíð.

Báðir eru þeir uppaldir hjá KR og taka við ábyrgðarhlutverkum þar nú að ferlinum loknum. Samningur Helga Más er til þriggja ára en Jakob semur til eins árs.

Í tilkynningu KR segir:

Það þarf ekki að kynna þessi nöfn frekar. Báðir léku þeir með yngriflokkum félagsins og meistaraflokkum þar sem þeir unnu fjölmarga titla og einnig áttu þeir báðir farsæla tíma sem atvinnumenn í Evrópu. Helgi og Jakob þekkja leikinn betur en margir aðrir og er ánægjan gríðarlega mikil með þessar ráðningar. „Ég er virkilega spenntur fyrir komandi vetri og mjög ánægður með að fá Jakob með mér í þjálfarateymið,“ sagði Helgi Már við undirritun samningsins.

Fréttir af leikmannamálum munu birtast á næstunni.

Fréttir
- Auglýsing -