„Við byrjum ekki leikinn,“ sagði Helgi Freyr Margeirsson er hann var að telja upp eina af nokkrum ástæðum þess að nýliðum Tindastóls tókst ekki að landa sigri í DHL-Höllinni gegn KR í þriðju umferð Domino´s deildarinnar. Íslandsmeistararnir þurftu þó framlengingu til að klára strákana úr Síkinu.