Skagfirðingurinn Helga Einarsdóttir hefur framlengt samningi sínum við KR og verður því áfram með liðinu í baráttunni í Domino´s deild kvenna. Helga hefur síðustu tímabil verið fyrirliði liðsins.
Helga er einn af lykilmönnum KR-inga en á síðustu leiktíð var hún með 8,4 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik.