Helena Sverrisdóttir hefur gert garðinn frægann í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár en nú er komið að næsta skrefi hjá henni. Fyrir stundu tilkynnti hún á Facebook að hún hafi samið við slóveska liðið Good Angels Kosice sem leikur í Meistaradeild (Euroleague) kvenna.
Helena hefur undanfarna daga dvalið hjá liðinu og mun leika með því á næsta tímabili.
Meira síðar.