09:57
{mosimage}
(Helena var best hjá Haukum í vetur)
Lokahóf Kkd. Hauka fór fram síðastliðið laugardagskvöld þar sem Helena Sverrisdóttir og Roni Leimu voru valin best í vetur.
Reynir Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Hauka, var veislustjóri og fór á kostum. Heiðursgestir kvöldsins voru Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdarstjóri KKÍ, Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, og Gunnar Svavarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Boðið var uppá mikla veislu þar sem mikill fjöldi verðlauna var afhentur. Veitt voru verðlaun fyrir besta leikmanninn, efnilegasta leikmanninn, mestu framfarir, besta varnarmanninn og Fjalarsbikarinn var afhentur. Einnig fengu leikmenn viðurkenningar fyrir að kljúfa leikjamúra ásamt því að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Veislan hélt fram eftir kvöldi þar sem Jóhannes Haukur Jóhannesson og Stefán Örn Gunnlaugsson léku fyrir dansi.
{mosimage}
(Reynir stjórnaði af stakri snilld)
Besti leimaðurinn:
Helena Sverrisdóttir
Roni Leimu
Efnilegasti leikmaðurinn:
Ragna Margrét Brynjarsdóttir
Besti varnarmaðurinn:
Sigurður Þór Einarsson
Pálína Gunnlaugsdóttir
Mestu framfarir:
Sveinn Ó. Sveinsson
Kristrún Sigurjónsdóttir
Fjalarsbikarinn:
Lúðvík Bjarnason
Sigrún Ámundadóttir
200 leikir fyrir Hauka:
Marel Guðlaugsson
150 leikir fyrir Hauka:
Hanna Hálfdanardóttir
Helena Sverrisdóttir
Pálína Gunnlaugsdóttir
Sævar Ingi Haraldsson
100 leikir fyrir Hauka:
Bára Hálfdanardóttir
Guðrún Ámundadóttir
Kristinn Jónasson
Kristrún Sigurjónsdóttir
Sigurður Þór Einarsson
1. leikur fyrir Hauka á tímabilinu:
Birgir Halldórsson
Guðbjörg Sverrisdóttir
Gunnar H. Stefánsson
Helena B. Hólm
Hjörtur Harðarson
Ifeoma Okonkwo
Roni Leimu
Ragna Margrét Brynjarsdóttir
Steinar Aronsson
Sveinn Ó. Sveinsson
Örn Sigurðarson
myndir og frétt: www.haukar-karfa.is