spot_img
HomeFréttirHelena lofuð í bak og fyrir á ESPN

Helena lofuð í bak og fyrir á ESPN

19:00
{mosimage}

(Helena fær verðskuldaða athygli í Bandaríkjunum)

Einn stærsti vefíþróttamiðill Bandaríkjanna lofar landsliðskonuna Helenu Sverrisdóttur í bak og fyrir á þeirri undirsíðu miðilsins er snýr að kvennaháskólakörfunni ytra. Þar fara bæði höfundur pistilsins og Jeff Mittie þjálfari Helenu mikinn og ausa hana lofi.

Óhætt er að segja að enginn íslensk kona hafi náð jafn langt og Helena sem nú leiðir lið TCU í öllum helstu tölfræðiþáttum og það á aðeins sínu öðru ári með skólanum. Helena er sterkasta körfuknattleikskona þjóðarinnar og undra þeir sig Vestra á því að hún komi frá aðeins 300.000 manna þjóð.

Hér að neðan er hægt að nálgast pistilinn þar sem Helena leggur m.a. nokkur orð í belg. Næsti leikur Helenu og félaga er þann 21. desember en síðan kemur hún heim í stutt jólastopp enda annar leikur hjá TCU strax þann 30. desemeber.

Slóð á greinina:
http://sports.espn.go.com/ncw/columns/story?columnist=hays_graham&id=3770132

Fréttir
- Auglýsing -