Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir hefur sett af stað skemmtilegan leik fyrir sumarið en þar hvetur hún allar körfuboltastelpur- og konur til þess að setja inn myndir af sér á samfélagsmiðilinn Instagram með „hashtag-inu“ #stelpurikorfu
„Mig langar að stelpur setji inn myndir af sér að spila körfu, æfa eða hvað sem er tengt körfubolta,“ sagði Helena sem ætlar í sumarlok að velja þrjár flottustu myndirnar og fá verðlaunamyndirnar áritaðan keppnisbúning og körfubolta að launum.
Þá er bara að hefjast handa… #stelpurikorfu