spot_img
HomeFréttirHelena besti leikmaður undirbúningstímabilsins í MWC

Helena besti leikmaður undirbúningstímabilsins í MWC

 
Fyrr í þessari viku var spáin fyrir Mountian West riðilinn birt en í þeim riðli leikur bandaríska skólaliðið TCU þar sem Helena Sverrisdóttir ræður ríkjum. TCU var spáð sigri í riðlinum þetta árið og Helena útnefnd besti leikmaður undirbúningstímabilsins.
TCU fékk 16 af 21 atkvæði í toppsæti riðilsins en spámenn þar vestra setja San Diego State í 2. sæti og BYU skólann í 3. sæti. Úrvalslið undirbúningstímabilsins var einnig valið og þar var Helena fremst í flokki ásamt liðsfélaga sínum Emily Carter.
 
Fyrsti leikur TCU er 12. nóvember gegn Houston Baptist skólanum.
 
Fréttir
- Auglýsing -