spot_img
HomeFréttirHeil umferð í Iceland Express deild kvenna í kvöld

Heil umferð í Iceland Express deild kvenna í kvöld

09:15
{mosimage}

(Barkus hefur leikið vel með Hamarskonum)

Heil umferð fer fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld og hefjast allir leikirnir kl. 19:15. Íslandsmeistarar Keflavíkur fá KR í heimsókn en þessi tvö lið léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð þar sem Keflavík hafði betur í þremur leikjum í röð.

Í Hveragerði mætast Hamar og Fjölnir en Hamarskonur tróna á toppi deildarinnar eftir sigra á Snæfell og KR í tveimur fyrstu umferðum deildarinnar. Haukar fá nýliða Snæfells í heimsókn að Ásvöllum og í Grindavík taka gular á móti Val.

Valur og Hamar eru einu ósigruðu liðin í deildinni á toppnum með fjögur stig. Valur hafði betur gegn Fjölni í fyrsta leik og í annarri umferð lagði Valur Hauka naumlega í Vodafonehöllinni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -