spot_img
HomeFréttirHeiður til Wyoming Cowgirls - Fetar í fótspor Dagnýjar Lísu

Heiður til Wyoming Cowgirls – Fetar í fótspor Dagnýjar Lísu

Heiður Karlsdóttir, leikmaður Fjölnis í Subway-deild kvenna, hefur samið við Wyoming háskólann um að leika með körfuboltaliði skólans, Wyoming Cowgirls, eftir að næsta tímabili lýkur.

Heiður er uppalin í Skallagrími en hefur leikið í Grafarvogi síðustu ár, auk þess sem hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands.

Wyoming leika í Mountain West hluta efstu deildar háskólaboltans og hafa í tvígang komist í úrslitamót Marsfársins, nú síðast árið 2021, en þá var Dagný Lísa Davíðsdóttir hluti af liðinu, en þær eru núverandi liðsfélagar hjá Fjölni.

Fréttir
- Auglýsing -