spot_img
HomeFréttirHeat og Thunder í undanúrslit: Manu heitur í framlengdum sigri Spurs

Heat og Thunder í undanúrslit: Manu heitur í framlengdum sigri Spurs

 
Miami Heat og Oklahoma City Thunder tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum á austur- og vesturströnd NBA deildarinnar. Heat í austrinu með 4-1 sigri á 76ers og Thunder í vestrinu með 4-1 sigri á Denver Nuggets. Þá minnkaði San Antonio Spurs muninn í 2-3 gegn Memphis Grizzlies og verða að vinna næstu tvo leiki til að komast áfram í undanúrslit, Grizzlies þarf bara einn sigur til viðbótar til að senda Spurs í frí.
Miami Heat 97 – 91 Philadelphia 76ers
Miami vann seríuna 4-1
Dwyane Wade var í fínu formi með 26 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Heat. Chris Bosh henti líka tvennu í púkkið með 22 stig og 11 fráköst. Hjá 76ers voru Andre Iguodala og Elton Brand báðir með 22 stig.
Miami mun mæta Boston Celtics í undanúrslitum austurstrandarinnar og verður Miami með heimaleikjaréttinn í seríunni þar sem liðið hafnaði í 2. sæti austurstrandar en Boston í þriðja.
 
San Antonio Spurs 110 – 103 Memphis Grizzlies
Spurs 2-3 Memphis
Framlengdur spennuleikur hér á ferðinni þar sem Manu Ginobili fór mikinn með 33 stig, 6 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Zach Randolph var atkvæðamestur í liði Grizzlies með 26 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Gary Neal var hetja Spurs í leiknum en hann tryggði þeim framlengingu með þriggja stiga körfu þegar um leið og leiktíminn rann út og framlengt í stöðunni 97-97. Í framlengingunni og í stöðunni 101-101 stungu Spurs af og kláruðu dæmið 110-103.
 
Oklahoma City Thunder 100 – 97 Denver Nuggets
Oklahoma vann seríuna 4-1
Kevin Durant fór mikinn í nótt fyrir Thunder með 41 stig og 5 fráköst en hann skoraði 16 af síðustu 20 stigum Thunder í leiknum. Arron Afflalo var stigahæstur hjá Denver með 15 stig og 4 fráköst. Thunder mun svo mæta sigurvegaranum úr rimmu Spurs og Grizzlies í undanúrslitum á vesturströndinni.
 
Mynd/ Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór á kostum með Spurs í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -