LF Basket hafði öruggan 97-71 sigur á Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson gerði 18 stig í liði LF. Okkar manni leið vel fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld, 4/4.
Haukur gerði eins og áður segir 18 stig og það á 25 mínútum og þá var hann einnig með 5 stoðsendingar og eitt frákast. Stigahæstur í liði LF í kvöld var Alexandros Sigkounas með 19 stig.
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í 79-65 sigri Sundsvall á ecoÖrebro í kvöld. Jakob gerði 25 stig fyrir Sundsvall, Hlynur Bæringsson bætti við 14, Ægir Þór Steinarsson lagði til sex stig og Ragnar Ágúst Nathanaelsson gerði fjögur.
Staðan í sænsku deildinni (leik Sundsvall og ecoÖrebro vantar inn í töfluna, kemur væntanlega síðar í kvöld)
Grundserien
Nr | Lag | V/F | Poäng |
---|---|---|---|
1. | Borås Basket | 5/0 | 10 |
2. | Södertälje Kings | 4/1 | 8 |
3. | Uppsala Basket | 3/0 | 6 |
4. | LF Basket | 3/1 | 6 |
5. | Norrköping Dolphins | 3/1 | 6 |
6. | ecoÖrebro | 2/1 | 4 |
7. | Sundsvall Dragons | 1/2 | 2 |
8. | Umeå BSKT | 1/5 | 2 |
9. | Jämtland Basket | 1/4 | 2 |
10. | Solna Vikings | 0/4 | 0 |
11. | KFUM Nässjö | 0/4 | 0 |