spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueHaukur Helgi yfirgefur Unics Kazan

Haukur Helgi yfirgefur Unics Kazan

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur yfirgefið lið Unics Kazan í Rússlandi. Þetta tilkynnti félagið fyrr í dag.

Samningur Hauks við liðið rann út í dag og verður ekki endurnýjaður. Haukur sem leikið hefur með Unics síðasta árið var með 4,4 stig og 1,9 fráköst að meðaltali í EuroCup á tímabilinu en var með 5,9 stig í VTB keppninni.

Haukur var ekki eini leikmaðurinn sem yfirgefur liðið en þeir Raymar Morgan, Alex Tyus, Andrey Koshcheev og Elgin Cook fara frá liðinu, öflugir leikmenn sem yfirgefa liðið.

Bæði VTB og EuroCup var aflýst og tímabilinu því formlega lokið hjá Unics. Í samtali við Sportando segir eigandi Unics að fjármunir liðsins myndu minnka um 10%-15% fyrir næsta tímabil.

Haukur Helgi var gestur þáttarins “Boltinn lýgur ekki” á dögunum þar sem hann fór yfir tímabilið í Rússlandi sem var áhugavert í meira lagi.

Spennandi verður að sjá hvað verður næsta skref Hauks en spilamennska hans síðustu ár hefur klárlega verið þess eðlis að hann getur leikið í bestu deildum evrópu.

Fréttir
- Auglýsing -