spot_img
HomeFréttirHaukur Helgi í efstu deild í Frakklandi

Haukur Helgi í efstu deild í Frakklandi

 

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur gert samning um að leika með Cholet í efstu deild í Frakklandi á næsta tímabili, en kappinn lék deild neðar á því síðasta með Rouen. Þar skilaði hann 12 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik. Cholet endaði í 11. sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili.

 

Fréttir
- Auglýsing -