Karfan.is ætlar eftir hvern leik íslenska karlalandsliðsins að vera með einkunnagjöf sem hefur það að markmiði að endurspegla áhrif hvers leikmanns á leikinn. Nokkrir þættir koma við sögu í mati á leikmönnunum og þar má nefna væntingar til leikmannsins, tölfræði, varnarleikur og svo auðvitað einfaldlega geðþótti undirritaðs. Einungis eru gefnar einkunnir fyrir 10 eða fleiri spilaðar mínútur.
Kvarðann má sjá hér fyrir neðan einkunnagjöfina.
Haukur Helgi Pálsson – 9
Var að setja skotin sín, einnig gríðarlega duglegur varnarmegin á vellinum. Besti leikmaður vallarins í dag.
Hlynur Bæringsson – 8
Líkt og svo oft áður var Hlynur áreiðanleikinn uppmálaður í þessum leik. Gerði það sem þurfti, þegar það þurfti.
Hörður Axel Vilhjálmsson – 8
Dreifði boltanum vel og setti skotin sín
Kristófer Acox – 7
Frábær innkoma hjá Kristófer, skilvirkur og kraftmikill.
Jón Arnór Stefánsson – 5
Íslenskir stuðningsmenn gera meiri væntingar til Jóns en hann uppfyllti í dag. Flott að vinna leikinn, en eiga hann alveg inni.
Logi Gunnarsson – 6
Góður varnarmegin á vellinum, en hefði mátt setja fleiri skot.
Elvar Már Friðriksson – 8
Virkilega öruggur á boltanum og duglegur varnarlega.
Pavel Ermolinskij – 5
2 stig og 2 fráköst á 14 mínútum spiluðum. Aldrei slæmur leikur, heldur ekki góður.
Ragnar Ágúst Nathanaelsson – 5
Bragðdaufur leikur frá Ragnari. Liðið náði ekki alltaf að nýta sér það sem hann bauð upp á í dag.
Sigtryggur Arnar Björnsson – 6
Byrjaði á að fá tvær ódýrar villur á sig og var smá tíma í gang. Átti virkilega flotta spretti undir lok leiks.
Ægir Þór Steinarsson – 7
Er ekki kallaður geitungurinn fyrir ekki neitt, kom með kraft inn í liðið í dag.
Axel Kárason – Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. Var hvorki góður né slæmur í dag.
Kvarðinn:
10 – Stórkostlegur leikur, leiddi liðið til sigurs með tilþrifum á báðum endum vallarins og frábærri tölfræði.
9 – Frábær leikur, nokkurn veginn óaðfinnanlega spilaður og frábær tölfræði.
8 – Virkilega góður leikur, góð tölfræði í bland við sjáanleg áhrif á leikinn.
7 – Góður leikur, getur verið frábær á öðrum enda vallarins eða góður í bæði vörn og sókn.
6 – Fínn leikur, leikmaðurinn skilaði sínu og gerði lítið af mistökum sem kostuðu liðið.
5 – Allt í lagi, leikmaðurinn hafði ekki sjáanleg áhrif á leikinn til góðs eða ills.
4 – Ekki góður leikur, leikmaðurinn hafði sjáanleg vond áhrif á heildarniðurstöðu leiksins.
3 – Vondur leikur, leikmaðurinn með vonda tölfræði og slakur í vörn og sókn.
2 – Hræðilegur leikur, ömurleg tölfræði í bland við sjáanleg slæm áhrif á liðið.
1 – Til skammar.