Ívar Örn Guðjónsson ræddi við Hauk Helga Pálsson leikmann Njarðvíkinga eftir viðureign Hamars og Njarðvíkur í Frystikistunni í kvöld. Njarðvíkingar tryggðu sér þá sæti í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins en undir lokin er það Örn Sigurðarson sem smokrar sér inn í viðtalið…lystilega vel gert. Aðspurður um óskamótherja í næstu umferð vildi Haukur Helgi fá kollega sína í Njarðvík b sem einnig verða í bikarskálinni á morgun en að öllum líkindum er Njarðvík b það lið sem lengst hefur farið í keppninni án æfinga.