spot_img
HomeFréttirHaukar, Keflavík, Njarðvík og Fjölnir komust í úrslitin

Haukar, Keflavík, Njarðvík og Fjölnir komust í úrslitin

6:45

{mosimage}

Undanúrslit í Íslandsmóti 9. flokks kvenna og unglingaflokks karla fóru fram í Laugardalshöll og verða úrslitaleikirnir leiknir á morgun á sama stað. Í 9. flokki kvenna unnu Haukar og Keflavík andstæðinga sína örugglega, Keflavík lagði Grindavík 42-22 og Haukar sigrðu Hrunamenn 48-32 og liðin mætast því á morgun klukkan 12 í Laugardalshöll. Í unglingaflokki karla var aðeins meiri spenna, altént í öðrum leiknum en Fjölnir vann KR með tveimur stigum 77-75 en Njarðvík vann FSu 94-75.

Njarðvík og Fjölnir mætast svo í dag klukkan 13 í úrslitaleik sem fram fer í Laugardalshöll.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -