spot_img
HomeFréttirHaukakonur knúðu fram oddaleik

Haukakonur knúðu fram oddaleik

Fjórði undanúrslitaleikur Vals og Hauka var leikinn í kvöld. Staðan fyrir þennan leik er 2-1, sem þýðir að ef Valskonur vinna leikinn, þá eru þær komnar í úrslitaeinvígi við Keflavík. Fyrir Haukakonum þá er bara sigur sem kemur til greina. Leikurinn endaði á góðum sigri Haukakvenna 70-80 og knúðu því oddaleik á sínum heimavelli á sunnudaginn n.k.

Það var greinilegt á leik liðanna að mikið var í húfi, sóknirnar frekar tilviljanakenndar hjá báðum liðum og mikil ákefð í vörninni. Skotin frekar vilt og lítið skorað framan af. Jafnt var á öllum tölu en síðan tók Keira Robinson til sinna ráða og kom Haukum í smá forystu. Kiana náði að minnka muninn en Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta 20-22. Miðað við stemminguna í stúkunni þá mætti halda að við værum stödd í Ólafssal, stemmingin er öll Haukamegin.

Haukakonur byrja síðan annan leikhluta með látum, Keira heldur áfram að hitta úr öllum sínum skotum og Valskonur með klaufagang í sókninni, þegar Óli fékk nóg, enda Haukar á 11-0 kafla og hann tók leikhlé. En Haukakonur voru ekkert á því að gefa eftir, með fáránlega góða þriggja stiga nýtingu, þar sem Sólrún setti niður tvo risa þrista, þá var forysta Hauka, þegar leikhlutinn var hálfnaður, komin í 18 stig. Valskonum tókst að stöðva blæðinguna en ekki að minnka muninn að neinu ráði. Staðan í hálfleik 32-47.

Það var nokkuð ljóst að Valskonur ætluðu ekki að kasta inn handklæðinu strax, komu út eins og grenjandi ljón og lögðu líf og sál í varnarleikinn. Verst að það skilaði sér ekki nógu vel í sókninni. Haukakonur tóku þátt í atinu en Bjarna var samt nóg boðið þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir og tók leikhlé. Þrátt fyrir gott áhlaup Valskvenna, þá stóðust Haukar álagið og leiddu eftir þrjá leikhluta 51-64.

Fjórði leikhluti hófst með sömu látum og sá þriðji, kappið stundum full mikið hjá báðum liðum. Liðunum gekk ílla að skora, en Eydís Eva kom af bekknum og setti átta stig og var sú eina sem virtist geta skorað hjá Val. Haukakonur svöruðu jafnan og bættu aðeins í.

Eftir rólegan fyrri hálfleik hjá Kiönu, þá lék hún að eðlilegri getu í seinni hálfleik og endaði stighæst með 19 stig og 9 fráköst. Hildur Björg átti einnig afbragðsleik með 17 stig og 10 fráköst. Síðan er vert að minnast á góðan fjórðung hjá Eydisi Evu.  Keira Robinson átti stórgóðan leik með 23 stig og 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Sólrún var einnig frábær með 21 stig þar af 6 þriggja stiga körfur. Elísabet Ýr átti skínandi leik líka.

Áhorfendur beggja liða fá hrós fyrir góða stemmingu.

Næst er það fimmti leikur þessara liða, sem fer fram sunnudaginn, 19. apríl í Ólafssal í Hafnarfirði.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -