22:31
{mosimage}
FSu voru í 10. sæti Iceland Express deildarinnar að berjast ásamt nokkrum liðum að komast í úrslitakeppnina og fengu þeir Snæfellinga í heimsókn sem eru í þriðja sæti deildarinnar og hafa verið á siglingu. Léttir á sprettinum voru þeir dómarar Sigmundur Már Herbertsson og Jón Guðmundsson.
Leikurinn var fast spilaður til að byrja með og liðin skiptust á að skora en FSu komust í 11-7 eftir smá sprikl ne Snæfell voru tilbúnir og jöfnuðu í stöðunni 15-15. Varnarleikur var hafður í hávegum heilt yfir og voru sóknir oft þungar og mistækar hjá báðum liðum en þó voru Snæfellsmenn skrefi á undan og leiddu 15-18 eftir fyrsta hlutann. Vésteinn Sveinsson var búinn að vera sprækur fyrir FSu og Subasic fyrir Snæfell og bæði lið voru erfið í gang þó frekar Snæfellingarnir.
Snæfell náðu að auka forystuna í byrjun annars hluta og voru mun grimmari varnarlega og fengu FSu þvinguð eða léleg skot fyrir utan sem ekki duttu mörg hver. Fráköstin tóku Snæfell flest á kafla og voru komnir 11 stigum yfir. FSu hleyptu smá stuði í leikinn og þegar þeir komu með tvo góða þrista á stuttum tíma og eftir smá leikhlé lagaðist sóknin eilítið. Snæfellingar með Sigga Þorvalds og Subasic í fararbroddi héldu haus og settu þeir frændur mikilvæga þrista sem kveiktu í Snæfelli og leiddu þeir 34-44 í hálfleik. Hjá heimamönnum í FSu voru Vésteinn Sveinsson með 15 stig. Sævar Sigmundsson með 12 stig og 8 fráökst. Subasic og Siggi Þorvalds voru kominr með sín hvor 12 stigin fyrir Snæfell.
Eftir dágóðann eltingaleik í þriðja hluta hjá FSu settu þeir í gírinn og með hertri vörn náðu þeir að komast nær í sóknum sínum með þristum frá Tyler Dunaway og Sævari Sigmunds og staðan var þá orðin 48-53 fyrir Snæfell. Fsu náðu að vera einbeittari og sóttu á en Snæfell náði að leiða eftir þriðja hluta 51-57 en FSu vann hlutann 17-11 og voru Snæfellingar að slakna niður.
Sævar setti magnaðann þrist og kom FSu nær 56-57 en Nonni svaraði hjá Snæfelli og var leikurinn skemmtilegur og ferskur. Wagner bætti við þremur strax og Snæfell héldu sig rétt svo við efnið. Snæfellingar voru algjörlega lánlausir í sínum aðgerðum þegar staðan varð 62-63 og FSu komu brjálaðir inn í leikinn og virtust ætla sér eitthvað stórt. Árni Ragnars jafnaði 65-65 á skotklukkuflautuþrist og Vésteinn kom þeim svo yfir 67-65 þegar 1:30 voru eftir og allt var vitlaust í húsinu.
Spennuþrungin var síðasta mínútan og þegar 20 sek voru eftir var staðan 67-66 fyrir FSu og leikhlé tekið til samræðna um einhverja galdra. FSu missti boltann eftir innkastið og komst Snæfell í sókn en skotið fór ekki niður hjá Wagner og Snæfell átti botann þegar 3 sekúndur voru eftir. Snæfell tók innkast og kom honum á Subasic sem átti ekki kost á skoti en kom honum á Sigga sem var opinn undir og skoraði auðveldlega og Snæfell stal sigrinum í lokin. Lokatölur á Selfossi 67-68. Snæfellingar gátu leyft sér að vera arfaslakir í seinni hálfleik með samtals 22 stig en geta varla leyft sér það í næstu leikjum sínum. Skorið í leiknum var ekki upp á marga fiska og voru bæði liðin oft á tíðum að gera mistök í sóknarleik sínum og var FSu lítið skárri n Snæfell í leiknum þó að innkoman í lokin hafi hrist vel upp í leiknum og áferðafallegri bolta höfum við séð bæði lið spila.
Hjá heimamönnum í FSu var Sævar sprækur með 22 stig og 15 frák. Vésteinn með 19 stig og Tyler 10 stig. Hjá Snæfellingum var Wagner með 20 stig, 6 fráköst og kom betri í seinni hálfleik. Subasic var með 17 stig og 6 frák. Siggi Þ var með 14 stig og 7 frák. Hlynur 10 stig og 7 frák.
Tölfræði leiksins
Símon B. Hjaltalín.
Mynd: Eyþór Benediktsson