spot_img
HomeFréttirHanno Möttölä: Vissum að Ísland myndi skjóta mikið

Hanno Möttölä: Vissum að Ísland myndi skjóta mikið

{mosimage}

 Hanno Möttölä reyndist Íslendingum erfiður viðureignar í gær í Laugardalshöll. Hanno gerði 25 stig og tók 15 fráköst en skemmtilegt var að fylgjast með þegar Fannar Ólafsson og Hlynur Bæringsson voru að glíma við hann. Hlynur lék góða vörn gegn Hanno en þessi 208 sm hái Finni lék með Atlanta Hawks í NBA deildinni tímabilið 2001-2002.  

Hanno lék alls 82 leiki fyrir Hawks og gerði í þeim 4,8 stig að meðaltali í leik en hann er fyrsti finnski leikmaðurinn til þess að leika deildarleik í NBA deildinni. Hanno segir að leikur íslenska liðsins í gær hafi verið nákvæmlega það sem Finnar hafi gert ráð fyrir. „Við vissum að þeir myndu skjóta mikið og spila hart en þegar allt kemur til alls þa´sýndum við að við getum spilað undir álagi. Við gerðum of mikið af mistökum í upphafi leiks á meðan þeir settu niður frábærar körfur,“ sagði Hanno.

 

Finnar mæta Georgíumönnum næsta miðvikudag og á Hanno von á hörkuleik. „Við unnum Georgíu í Helsinki í fyrra og vonandi tekst okkur það aftur á miðvikudag. Þetta verður hörkuleikur og frábrugðinn leiknum sem við lékum gegn Íslandi því Georgíumenn spila allt öðruvísi bolta en Íslendingar,“ sagði Hanno en Íslendingar mæta Georgíumönnum á laugardag og hvernig leist Hanno á þann leik? „Íslenska liðið verður að setja skotin sín niður í Tiblisi og svæðisvörn gæti kannski skilað þeim einhverju. Vörn eins og þeir léku gegn okkur mun ekki skila þeim árangri því þar mun þeir fá fleiri villur dæmdar á sig en þeir fá á heimavelli. Ef þeir spila sama varnarleik í Tiblis og þeir gerðu gegn okkur þá ná þeir ekki að klára leikinn á fimm mönnum,“ sagði Hanno að lokum.

 

nonni@karfan.is

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -