spot_img
HomeFréttirHamarsmenn með góðan sigur á Fjölni

Hamarsmenn með góðan sigur á Fjölni

20:42

{mosimage}

Hamarsmenn fóru langleiðina með að tryggja sér sæti í Iceland Express deildinni að ári í kvöld þegar þeir sigruðu Fjölni 86-81 í Hveragerði. Þar með hafa þeir 6 stiga forystu á Val og Hauka þegar 3 umferðir eru eftir. Þeir þurfa einn sigur en eiga reyndar eftir að mæta Val og Haukum auk erkifjendanna í Þór í Þorlákshöfn.

Marvin Valdimarsson var stigahæstur eins og oft áður, nú með 35 stig en Patrick Oliver var stigahæstur Fjölnismanna með 16 stig auk þess sem hann tók 16 fráköst, Ægir Steinarsson kom honum næstur í stigaskorinu með 14 stig og 10 stoðsendingar.

[email protected]

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -