spot_img
HomeFréttirHamar tryggði sér ekki titilinn á Ásvöllum

Hamar tryggði sér ekki titilinn á Ásvöllum

23:47

{mosimage}
(Haukar fögnuðu ákaft í leikslok)

Haukar unnu glæstan sigur, 69-65, á Hamri þegar liðin mættust í kvöld á Ásvöllum í 1. deild karla. Hamar þarf einungis að sigra einn leik til viðbótar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Haukar eiga enn séns á að hrifsa hann til sín með sigrinum í kvöld þegar að tvær umferðir eru eftir.

Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og alveg ljóst hvað var í húfi fyrir bæði lið. Hamar hefði með sigri getað tryggt sér deildarmeistaratitilinn á meðan Haukar gátu náð öðru sæti og komist upp fyrir Valsmenn.

Bjarni K. Árnason, Haukum, og Marvin Valdimarsson, Hamri, sáu gjörsamlega um stigaskor sinna manna í fyrsta leikhluta en Bjarni skoraði 13 af fyrstu 19 stigum Hauka og Marvin 10 af 20 stigum Hamars. Liðin tvö gjörsamlega skiptust á að skora allt til enda leikhlutans en þá náðu Hamarsmenn að skora sex stig í röð og komust þremur stigum yfir. George Byrd skoraði síðustu körfu Hauka í leikhlutanum og minnkaði muninn í eitt stig. Staðan eftir fyrsta var 19-20 Hamri í vil.

{mosimage}
(Svavar Pálsson)

Haukar komu sterkir til leiks í upphafi annars leikhluta. Jason Pryor skoraði að vísu fyrstu körfu leikhlutans og kom Hamri þrem stigum yfir 19-22. Á næstu mínútum breyttu Haukar stöðunni úr 19-22 í 31-25 og var stemningin öll þeirra megin. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, tók leikhlé og breyttist leikur Hamar við það. Stemningin fór öll yfir til Hamars og skoruðu þeir síðustu níu stig leikhlutans, með Jason Pryor fremstan meðal jafningja, og leiddu í hálfleik 31-34.

Það virtist sem að létt uppgjöf hefði komið í Haukaliðið við þetta áhlaup og nýttu Hamarsmenn sér það. Bættu þeir stöðu sína og þrátt fyrir að Haukar væru ávallt á hælunum á þeim hleyptu þeir Haukum aldrei fram úr sér. Hamar náði mest átta stiga forskoti í þriðja leikhluta og var það mesti munur sem var á liðunum í leiknum. Hamar var með vænlega stöðu fyrir fjórða leikhluta 46-54.

Haukar tóku upphaf fjórða leikhluta með trukki og skoruðu 13 stig gegn engu frá Hamri og voru komnir fimm stigum yfir, 59-54. Það tók Hamar sex og hálfa míntútu að finna leið að körfu Hauka þegar þeir minnkuðu muninn í þrjú stig, 59-56. Haukar voru staðráðnir í því að láta Hamar ekki komast yfir aftur og lögðu enn meira á sig með hörku vörn. Þeir komust mest sjö stigum yfir 65-58 og sigruðu á endanum með fjórum stigum 69-65.

{mosimage}
(Bjarni Árnason)

Hamar náði að minnka muninn í tvö stig þegar að 24 sekúndur voru eftir og hefði það dugað þeim að tapa með þeim mun til að tryggja sér titilinn. Með fjögra stiga sigri Hauka eiga þeir að öllum líkindum innbyrðis viðureignina en þeir skoruðu fleiri stig í Hveragerði en Hamar gerði á Ásvöllum og ætti það að duga þeim.

Þrátt fyrir tap í kvöld eru lærusveinar Ágústs Björgvinssonar í góðum málum en þeir þurfa aðeins einn sigur úr síðustu tveimur leikjum sínum til að tryggja sér sæti í Iceland Express-deildinni á næstu leiktíð.

Stigahæstur í liði Hauka var Bjarni K. Árnason með 23 stig og George Byrd var með 15 stig og 14 fráköst.

Hjá Hamri var Jason Prayor með 31 stig og 5 fráköst og næstur honum var Marvin Valdimarsson með 12 stig (þ.a. 10 í fyrsta leikhluta) en það er nokkuð undir hans meðaltali.

Mynd: [email protected]

[email protected]

{mosimage}
(Sveinn Ómar Sveinsson)

{mosimage}
(Jason Pryor og Bjarni Árnason)

{mosimage}
(George Byrd)

{mosimage}
(Ari Gunnarsson og George Byrd)

Fréttir
- Auglýsing -