spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHamar/Þór semur við fyrrum liðsfélaga íslenskrar landsliðskonu

Hamar/Þór semur við fyrrum liðsfélaga íslenskrar landsliðskonu

Hamar/Þór hefur samið við Jada Gunn fyrir komandi leiktíð í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið leikmanninn á samfélagsmiðlum.

Jada er bandarískur bakvörður sem lék í fimm ár í bandaríska háskólaboltanum með Tennessee Tech og Chattanooga, en á síðustu leiktíð var hún á mála hjá Newcastle Eagles í Bretlandi. Þar skilaði hún 21 stigi, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Þess má geta að hjá Chattanooga var Guinn liðsfélagi Sigrúnar Ólafsdóttur landsliðskonu Íslands.

Fréttir
- Auglýsing -