21:21
{mosimage}
Hamarsstúlkur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í kvöld þegar þær sigruðu Val í Vodafonehöllinni 51-70. Þetta er í fyrsta skipti sem Hamar kemst í úrslitakeppni, hvað þá undanúrslit. Fari svo að KR slái Grindavík út, þá mætir Hamar Haukum, annars Keflavík.
LaKiste Barkus var stigahæst Hamarsstúlkna með 29 stig en Signý Hermannsdóttir skoraði 12 fyrir Val og tók 23 fráköst.
Mynd: Karen