spot_img
HomeFréttirHálfleikur í Garðabæ: Njarðvíkingar leiða með 13

Hálfleikur í Garðabæ: Njarðvíkingar leiða með 13

 
Búið er að blása til hálfleiks í viðureign Stjörnunnar og Njarðvíkur í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins. Njarðvíkingar leiða í leikhléi 39-52 þar sem Jóhann Árni Ólafsson hefur verið að finna fjölina í fyrri hálfleik með grænum en kappinn er kominn með 15 stig.
Hjá Stjörnunni er Jovan Zdravevski kominn með 16 stig og Marvin Valdimarsson 10. Ólafur Aron Yngvason átti fína spretti með Garðbæingum í fyrri hálfleik en aðrir leikmenn Stjörnunnar eru nokkuð fjarri sínu besta.
 
Þegar þetta er ritað er staðan svo 62-89 KR í vil gegn Hetti á Egilsstöðum og rúmar 5 mínútur til leiksloka.
 
Nánar síðar…
 
Fréttir
- Auglýsing -