spot_img
HomeFréttirHálfleikur á Egilsstöðum: Galdramanninn og miðherjann vantar

Hálfleikur á Egilsstöðum: Galdramanninn og miðherjann vantar

 
Búið er að blása til hálfleiks í bikarviðureign Hattar og KR í Poweradekeppni karla. Staðan á Egilsstöðum er 28-43 KR í vil sem í kvöld leika án Pavels Ermolinskij, Fannars Ólafssonar og Skarphéðins Ingasonar. Bæði Pavel og Fannar fóru ekki með sökum smávægilegra meiðsla sem kapparnir glíma við.
Marcus Walker og Brynjar Þór Björnsson eru stigahæstir hjá KR í hálfleik en í liði Hattar eru Terrell og Viðar Örn Hafsteinsson báðir komnir með 8 stig.
 
Leikur Stjörnunnar og Njarðvíkinga í 32 liða úrslitum bikarsins var að hefjast rétt í þessu í Garðabæ og voru það Njarðvíkingar sem gerðu fyrstu stig leiksins eftir stökkskot Rúnars Inga Erlingssonar.
 
Nánar síðar….
 
Fréttir
- Auglýsing -