spot_img
HomeFréttirHálfleikstölur: Njarðvík leiðir að Ásvöllum

Hálfleikstölur: Njarðvík leiðir að Ásvöllum

 
Tveir leikir eru á dagskránni í dag í Iceland Express deild kvenna og nú búið að blása til hálfleiks í báðum þeirra. Að Ásvöllum mætast bikarmeistarar Hauka og Njarðvík þar sem gestirnir leiða 36-38 í hálfleik. Íris Sverrisdóttir er komin með 9 stig í liði Hauka í hálfleik en hjá Njarðvík er Shayla Fields komin með 10 stig.
Í Vesturbænum eigast við Íslandsmeistarar KR og Snæfell þar sem Hólmarar leiða 24-28. Hjá KR er Hildur Sigurðardóttir komin með 10 stig en í liði Snæfells er Hildur Björg Kjartansdóttir komin með 9 stig.
 
Við minnum á að viðureign Hauka og Njarðvíkur er í beinni á netinu hjá Haukar TV (www.haukar.is)
 
Nánar síðar…
 
Fréttir
- Auglýsing -