spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHákon Örn áfram í Breiðholti "Markmið er einfalt"

Hákon Örn áfram í Breiðholti “Markmið er einfalt”

ÍR hefur framlengt samningi sínum við Hákon Örn Hjálmarsson fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.

Hákon er að upplagi úr ÍR og hefur alla tíð leikið fyrir þá ef undanskilin eru árin sem hann var í bandaríska háskólaboltanum.

Ísak Wíum þjálfari liðsins var himinlifandi með fréttirnar.

,,Ég er gríðarlega ánægður með að Hákon taki slaginn með okkur næsta vetur í því verkefni að koma liðinu aftur í efstu deild þar sem það á heima. Hákon er mikill karakter með mikið ÍR hjarta og er ég himinlifandi að hafa hann áfram hjá félaginu”

Hákon tók í sama streng og þjálfarinn við undirskriftina.

,,Ég er spenntur fyrir komandi tímabili. Við verðum með spennandi lið, góða blöndu af reynslumeiri mönnum og efnilegum leikmönnum sem munu vafalítið koma skemmtilega á óvart. Markmið er einfalt og það er að endurheimta sætið í efstu deild. “

Fréttir
- Auglýsing -