Hafþór Ingi Gunnarsson er rétti maðurinn til að ræða við þegar við ætlum okkur smá innsýn í vesturlandsslag Skallagríms og Snæfells í Domino´s deild karla í kvöld. Liðin mætast í Fjósinu í Borgarnesi hvar Hafþór sleit barnsskónum en eins og kunnugt er var hann síðast á mála hjá Snæfell.
„Mér finnst Snæfell hafa yfirhöndina. Skallar sakna Egils. Reyndar veit eg ekki hvort hann verður með í kvöld en ef hann verður ekki með þá verður stóri hundurinn Tracy að fá sér nokkra poka af Gevalia fyrir leikinn. Snæfell er með meira kjöt undir körfunni og með fínar skyttur á móti svæðisvörn Skallana. Hins vegar er bakvarðasveit Skallana frísk og hröð með þá Arnar, Daða og Dabba. Þeir verða á móti ungum og efnilegum bakverði í Snjólfi og svo á móti ekki ungum og ekki efnilegum Pálma Frey. Pálmi Freyr á eftir að sýna góða takta á morgun á móti svæðinu held ég.“
Hvað með uppeldisklúbbinn Hafþór, réttmætt að spá þeim falli?
Ef maður horfir yfir leikmannahóp Skallana er það nú kannski réttmæt spá. Ungir leikmenn í bland við Paxel og Tracy og býst ég við erfiðum vetri. En þeir verða að vinna sína heimaleiki. Sýna góða frammistöðu fyrir framan fólkið í Fjósinu og sína smá baráttu og “attitude”. Láta Fjósið vera erfiðan stað til að koma á. Erfiðasta heimavöll á landinu.
Hvernig finnst þér liðin „matcha-up“?
Sigtryggur Arnar-Pálmi Freyr.
Pálmi hefur í nóg að snúast í þessum leik að halda í við Arnar. En Pálmi hefur yfirhöndina vegna reynslu, útsjónarsemi og hittni.
Austin Magnús-Daði Berg.
Ekki séð mikið af honum Magnúsi en spilað nokkru sinnum á móti honum og hann er solid leikmaður. Daði er búin að vera solid þannig að þetta verður solid einvígi.
Sigurður Þorvalds-Davíð Ásgeirs
Sigurður á yfirhöndina. Þó svo að Davið cé flottur körfubolta drengur, með flott skot og flottan hraða og sprengju þá er Siggi að koma undan góðu sumri með landsliðinu og er í toppformi.
Paxel-Willie Nelson
Þó svo að þú heitir Willie Nelson og það er nokkuð töff þá er Paxel að fara að setja nokkra í andlitið á þér. Ekki hugmynd hvernig þessi Willie Nelson er þannig að Paxel er með yfirhöndina.
Stefán Torfa-Tracy “BigDog”
Tracy verður með yfirhöndina þarna. Þó svo að Stebbi sé ekki með mikla fituprósentu og vel skorin og sterkur, þá er Tracy með flottar hreyfingar þarna undir.
Hvernig fer þetta í kvöld?
??Ég held að þetta verði fyrir allan peninginn þó svo að það sé frítt á leikinn. Hamborgarar fyrir leik, Svali að lýsa, Imba Hargrave og Gísli Halldórs í stúkunni og ekki má gleyma Fjósamönnum. Verður eitthvað spennustig? Verður þetta svo hundleiðinlegur leikur? Nei ég held að það verði nóg að gera hjá Gunna Jóns að skúra gólfið því það verður og á að vera þannig að menn eiga að henda sér í alla bolta, blóð á að koma úr einhverju höfði!!!!(Þó svo að olbogarnir hans Nonna Mæju séu hættir)??Þannig að ég spái skemmtilegum leik með skemmtilegu fólki í skemmtilegu umhverfi með dass af geðveiki!!!
??Ég held að þetta verði fyrir allan peninginn þó svo að það sé frítt á leikinn. Hamborgarar fyrir leik, Svali að lýsa, Imba Hargrave og Gísli Halldórs í stúkunni og ekki má gleyma Fjósamönnum. Verður eitthvað spennustig? Verður þetta svo hundleiðinlegur leikur? Nei ég held að það verði nóg að gera hjá Gunna Jóns að skúra gólfið því það verður og á að vera þannig að menn eiga að henda sér í alla bolta, blóð á að koma úr einhverju höfði!!!!(Þó svo að olbogarnir hans Nonna Mæju séu hættir)??Þannig að ég spái skemmtilegum leik með skemmtilegu fólki í skemmtilegu umhverfi með dass af geðveiki!!!