spot_img
HomeFréttirHafþór og Páll heiðraðir í gær

Hafþór og Páll heiðraðir í gær

Það var allt til alls í Borgarnesi í gærkvöldi þegar Skallagrímur og Snæfell áttust við í lokaleik þriðju umferðar í Domino´s deild karla. Nágrannaslagur af bestu sort, vel mætt, bein útsending, ljósasýning, grillaðir borgarar og allt heila klabbið. Algert fyrirtak! Þó gestirnir hafi farið heim með stigin þá voru heimamenn engu að síður í því að hylla sínar kempur.
 
 
Einn dáðasti sonur Borgarness, Hafþór Ingi Gunnarsson, var heiðraður fyrir sitt framlag til körfuboltans í Borgarnesi. Þar sem hann hefur einnig verið á mála hjá Snæfell risu stuðningsmenn beggja liða úr sætum og hylltu kappann en Hafþór er hættur og voru það meiðsli sem áttu stóran þátt í því að þessi öflugi bakvörður sagði staðar numið. Nánar um málið hér.
 
 
Eftir leik fékk Páll Axel Vilbergsson forláta blómvönd þar sem hann varð fyrstur Íslendinga til þess að rjúfa 1000 þrista múrinn en hann setti niður fjóra þrista í gær og metið hans stendur því í 1002 þriggja stiga körfum í úrvalsdeild. Magnað afrek!
 
 
Myndir/ Skallagrimur.is og Ómar Örn Ragnarsson
  
Fréttir
- Auglýsing -