Gunnar Einarsson baráttuhundur með öllu sást nú í kvöld á æfingu með Keflvíkingum. Ekki fékkst það staðfest hvort hann væri að hefja leik á ný með liðinu eða hvort hann var einungis að hífa upp gæði æfinga á meðan erlendir leikmenn liðsins eru í fríi. En ef af verður yrði það vissulega góður styrkur fyrir Keflvíkinga því Gunnar virtist varla hafa fengið sér mikið meira en hrísgrjón og kjúklingabringu yfir hátíðarnar svo góðu formi virðist kappinn vera í.