spot_img
HomeFréttirGummi Braga aðstoðar Helga Jónas

Gummi Braga aðstoðar Helga Jónas

 
Guðmundur Bragason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik karla. Sem kunnugt er var Guðmundur í mörg ár einn af lykilmönnum liðsins og átti farsælan leikmannaferil. www.vf.is greinir frá. 
Mun hann verða þjálfaranum Helga Jónasi Guðfinnssyni til halds og trausts en Helgi Jónas er að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari því ekki ónýtt fyrir hann að hafa slíkan reynslubolta sér við hlið. Guðmundur var ekki eingöngu leikmaður liðsins á sínum tíma heldur einnig þjálfari.
 
Guðmundur tekur við af Pétri Guðmundssyni sem hefur ráðið sig sem aðstoðarþjálfara hjá Keflavík við hlið Guðjóns Skúlasonar.
 
Fréttir
- Auglýsing -