spot_img
HomeFréttirGuðbjörg með þrefalda tvennu

Guðbjörg með þrefalda tvennu

00:42

{mosimage}

Undanúrslitum í 11. flokki karla og stúlknaflokki lauk nú undir kvöld og verða það Njarðvík og Fjölnir sem eigast við í 11. flokki og Keflavík og Snæfell í stúlknaflokki en úrslitaleikirnir fara fram í DHL höllinni á morgun.

Fjölnir sigraði KR 91-65 og voru Haukur Pálsson og Björn Kristjánsson í miklum ham í dag, hvor um sig skoraði 34 stig, Haukur fyrir Fjölni og Björn fyrir KR. Njarðvík sigraði Breiðablik 51-45 og skoraði Styrmir Fjeldsted 12 stig fyrir Njarðvík gegn Breiðablik en stigahæstur Blika var Þorsteinn Már Ragnarsson með 10 stig.

Berglind Gunnarsdóttir skoraði 21 stig fyrir Snæfell sem sigraði Njarðvík 68-40 en Heiða Valdimarsdóttir skoraði 15 stig fyrir Njarðvík. Eva Rós Guðmundsdóttir sem var stigahæst Keflavíkurstúlkna í 9. flokki fyrr í dag var einnig stigahæst í stúlknaflokki með 12 stig auk þess að taka 13 fráköst en Keflavík vann Hauka 44-40. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 12 stig fyrir Haukastúlkur og tók 12 fráköst og stal 10 boltum.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -