spot_img
HomeFréttirGrizzlies sendu Spurs í sumarfrí

Grizzlies sendu Spurs í sumarfrí

 
Topplið vesturstrandarinnar í NBA deildinni er úr leik! Memphis Grizzlies lögðu San Antonio Spurs 99-91 í nótt í sjötta leik liðanna og unnu þar með einvígið 4-2. Þetta er aðeins í annað sinn sem lið úr 8. sæti leggur lið í 1. sæti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA síðan vinna þurfti fjóra leiki í fyrstu umferðinni.
Zach Randolph fór mikinn í liði Grizzlies með 31 stig í nótt og kappinn setti 17 þeirra í fjórða leikhluta og 13 á síðustu fjórum mínútunum. Randolph var einnig með 11 fráköst og Marc Gasol bætti við 12 stigum og 13 fráköstum.
 
Hjá Spurs var Tony Parker með 23 stig og Manu Ginobili bætti við 16 stigum.
 
Grizzlies vann í nótt sitt fyrsta einvígi í úrslitakeppni NBA deildarinnar frá stofnun félagsins og munu mæta Oklahoma City Thunder í næstu umferð.
 
Svona líta undanúrslitin út:
 
Vesturströndin:
Oklahoma City Thunder – Memphis Grizzlies (hefst á sunnudag)
LA Lakers – Dallas Mavericks (hefst á mánudag)
 
Austurströnding:
Chicago Bulls – Atlanta Hawks (hefst á mánudag)
Miami Heat – Boston Celtics (hefst á sunnudag)
 
Mynd/ Zach Randolph reyndist Spurs erfiður í seríunni.
 
Fréttir
- Auglýsing -